top of page

Hvað þarf til þess að verða atvinnumaður í golfi?

Þú þarft að trúa því sjálfur að þú sért nógu góður til að geta spilað á heimsvísu á hinum ýmsu mótaröðum sem eru í boði.

En svo sækir þú um hjá PGA samtökum landsins þíns og ferð svo að spila í úrtökumótum til að komast á mótröð til að keppa næstu árin.

Þú verður að geta spilað undir pari reglulega og skiptir engu máli hvernig þú gerir það en ef þú gerir það þá ættir þú möguleika að komast eitthvað áfram í atvinnumannaheiminum.

Hverjir eru kostir og gallar við það að vera atvinnumaður?​

 

Kostirnir eru það að þú ert að gera það sem þig hefur dreymt um síðan þú varst krakki.

Ert að spila marga skemmtilega velli og í flottum félagskap.

Ert að ferðast um heiminn og kynnast nýju fólki og upplifa nýja hluti.

Lærir mikið um sjálfan þig þegar þú ert einn að ferðast, þarft að fara að gera hluti sem foreldrar manns sáu yfirleitt um.

 

Gallarnir eru þeir að þú ert mikið einn og þegar illa gengur getur þetta verið frekar erfitt andlega. Þarft að bóka allt sem tengist að ferðast, flug, bílaleigu bíl og hvar þú ætlar að gista. Kostar miklar peninga og er yfirleitt frekar erfitt að fá fjárhagslegan stuðning til þess að ná að borga allt sem tengist því að spila sem atvinnumaður.

bottom of page