top of page

Hvað þarf til þess að verða atvinnumaður í golfi?

Ég myndi segja að það þarf að læra á sjálfan sig og alltaf vinna í því að bæta sig smá. Litlar framfarir gera mikið yfir langan tíma.

Aga til að æfa vel, en samt ákveðna ró. Ekki gera of mikið úr hlutunum og halda sér á réttu streytustigi til að ná fram bestu frammistöðunni.

Hverjir eru kostir og gallar við það að vera atvinnumaður?

Kostirnir eru að golfið gefur mörg tækifæri. Maður fær að sjá heiminn og lærir mikið. Hlakkar til að fara í vinnuna.

 

Gallarnir eru að það fer mikill tími í ferðalög og á flugvöllum. Maður fær ekki að sjá fjölskylduna sína og vini í heimalandinu jafn oft.

bottom of page