top of page

Hvað þarf til þess að verða atvinnumaður í golfi?

Til þess að verða atvinnumaður i golfi þarftu mikinn aga og þrautseigju, þolinmæði og vinnusemi. Það getur tekið þig einhver ár að komast inn á túrinn og þá er mikilvægt að vera þolinmóður og gefa allt í æfingarnar.

Hverjir eru kostir og gallar við það að vera atvinnumaður?

Kostirnir við að vera atvinnumaður í golfi eru þeir að þú ert að vinna við það sem þér finnst skemmtilegt, færð að ferðast á nýja staði og spila flotta golfvelli um allan heim, kynnist helling af nýju fólki og þú ert þinn eigin yfirmaður.

 

 Gallarnir við að vera atvinnumaður í golfi eru aðallega þeir að þú þarft að fórna miklu. Þú missir af miklu í fjölskyldunni svo sem afmælum, fermingum, skírnum og þess háttar. Þú fórnar tíma með vinum fyrir æfingar og ferðalög og oft missir samband við marga þeirra. Og svo geta ferðalögin sjálf verið strembin og löng en það er þess virði þegar komið er á keppnisstaðinn.

bottom of page