



Dæmigerður æfingadagur hjá Valdís Þóru
Dæmigerður æfingadagur hjá mér:
-Vakna og fæ mér morgunmat (stundum fer eg í ræktina um leið og ég vakna)
-Fer upp á golfvöll og byrja á slátturæfingu. Ég er aldrei með neinn tímaramma þannig séð í æfingum heldur æfi ég þar til að ég er ánægð með það sem ég er að gera.
-Þegar ég er orðin ánægð með sláttinn fer ég yfir í vippin og geri mismunandi vipp æfingar. Oftast enda ég á að setja mér markmið um að ég þurfi að vipp 5-10x ofan í áður en ég færi mig yfir í púttin.
-Þegar ég kem í púttin þá geri ég æfingar þar sem ég er með einhver markmið og hver æfing er með einhverjum pressu þætti í til þess að ná að klára hana.
-Svo spila ég 9-18 holur, fer eftir því hvað mig langar til.
-Þegar ég er á Íslandi þá finnst mér mjög þægilegt að vakna snemma og skjótast beint út á teig klukkan 6 eða 7 um morguninn og þá næ ég 18 holum á 2,5-3 klst sem er ansi þægilegt.






