top of page

Hvernig og hvenær byrjaði golf á Íslandi?

 

Árið 1935 mátti sjá tvo menn þá Gunnlaug Einarsson og Valtýr Albertsson með skrýtinn búnað með sér á ferð í Reykjavík. Þeir voru með poka og út úr honum stóðu einhverskonar hrífusköft eða prik (Gullveig Sæmundsdóttir og Steinar J. Lúðvíksson 2012:9). Þetta er upphafið á golfsögu Íslands. Golf nam land á Akureyri og í Vestmannaeyjum á svipuðum tíma og Gunnlaugur og Valtýr komu til baka frá námi erlendis og kynntu íþróttina fyrir íslendingum, svo sjö árum seinna var Golfsamband Íslands stofnað.

bottom of page